Þrír Sörlafélagar í landsliðshópnum

Fréttir af Sörlafélögum 

Katla Sif Snorradóttir, Fögur snót
Katla Sif
Hanna Rún
Hanna Rún
Snorri Dal
Snorri Dal

Það er ánægjulegt að segja frá því að við Sörlafélagar eigum þrjá verðuga fulltrúa í landsliðshópnum 2021.

Hún Katla Sif Snorradóttir er í U21 landsliðshópnum

Katla Sif Snorrdóttir er fædd 2002. Hún er í Hestamannafélaginu Sörla og stundar nám við Flensborgarskóla og klárar þar núna í vor.
Katla átti góðan keppnisárangur á árinu í fjórgangi ungmennaflokki.

Og í A-landsliðshópnum eru þau Hanna Rún Ingibergsdóttir og Snorri Dal Sveinsson.

Hanna Rún Ingibergsdóttir er tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni síðastliðin ár og hefur meðal annars verið í úrslitum á Íslandsmótum og Landsmótum. Hanna Rún starfar við tamningar og þjálfun í Kirkjubæ á Rangárvöllum.

Snorri Dal Sveinsson kemur nýr inn í landsliðshópinn. Snorri hefur átt frábært keppnisár á hestinum Engli frá Ytri-Bægisá I í fimmgangi. Snorri hefur átt góðan keppnisárangur og var m.a. Landsmótssigurvegari í B flokki 2006 og í 150 m skeiði 2008 og Íslandsmeistari í fjórgangi 2007, 2008 og 2009.

Til hamingju öll.

Þau hafa verið öflug á keppnisvellinum undan farin ár og verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi ári.

Við Sörlafélagar getum verið virkilega stolt af þessum frábæru knöpum.

Hér má lesa nánar um A-landsliðið og U21-landsliðið og valið í þau.