Við hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur viljum vekja athygli ykkar á því að á laugardaginn 11. júní verður haldin hjólreiðakeppnin Bláalónsþrautin sem verður ræst frá Hlíðarþúfum kl. 18:00 og búið er að fá leyfi til þess að loka Kaldárselsveginum í 10 - 15 mín.
Hjólað verður inn Kaldárselsveg og beygt inn á Hvaleyrarvatnsveg. Leyfi hefur fengist til að loka Kaldárselsvegi í um 10 til 15 mínútur á meðan hópurinn fer í gegn. Um það bil 400 hjólreiðamenn munu fara þarna um á mjög stuttum tíma.
Við vonumst til að mæta skilningi og að þetta valdi ekki miklum óþægindum fyrir ykkur hestafólkið.