Tilkynning frá Landsneti

Breyting á Hnoðraholtslínu 

Landsnet hefur hafið vinnu við breytingar á Hnoðraholtslínu

Verkið felst í að grafa fyrir og leggja 132 kV jarðstreng, Hnoðraholtslínu 1 (AD7) um 1,1 km leið meðfram Ásvallabraut í Hafnarfirði, byggja upp nýtt strengendavirki austan Ásvallabrautar og fjarlægja eldra endavirki.

Verklok 1. nóvember 2022. Verktaki: Íslenskir Aðalverktakar Framkvæmdaeftirlit: Verkís

Hnoðraholtslína er 132 kV lína sem liggur á milli tengivirkja Landsnets í Hamranesi og Hnoðraholti. Vegna skipulags á nýrri byggð þarf að færa línuna í jörð á umræddum kafla.

Strengurinn verður grafinn í jarðvegsmön samsíða Ásvallabraut og endar í nýju strengendavirki austan Ásvallabrautar.

Auk framkvæmda við lagningu strengsins þarf að gera breytingar á möstrum í loftlínunni næst nýju strengendavirki.

Meðfylgjandi eru myndir sem sýna verksvæðið og skýra fyrirhugaðar framkvæmdir.

jardstrengur
Myndin sýnir legu jarðstrengsins samsíða Ásvallabraut
Landsnet undirstöður og möstur
Breytingar á undirstöðum og möstrum.