Tilkynning vegna Reiðmennskuæfinga yngri flokka

Skráning opin 

Frá Reiðhöll Hestamannafélagsins Sörla
Feta frá. Feta að.

Nú er skráningin opin í Reiðmennskuæfingar yngri flokkanna í gegn um Sportabler.

Frekari leiðbeiningar eru að finna hér:

Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:
sportabler.com/shop/sorli
Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda


Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.

Við hvetjum forráðamenn til þess að græja skráningarnar sem allra fyrst til þess að hægt sé að fá góða yfirsýn yfir fjölda iðkenda í haust.


Æfingarnar hefjast með bóklegum tíma fimmtudaginn 16. september kl. 18:00

Þessi fyrsti tími er kynningarfundur og við biðjum foreldra/forráðamenn að mæta með krökkunum þar sem farið verður yfir starfið.

Það er spennandi tími framundan í Reiðmennskuæfingunum hjá okkur og stórt ár að hefjast í hestamennskunni, bæði hér hjá Sörla og á landsvísu þar sem hæst ber að nefna að það er Landsmót á komandi sumri.

Þjálfarar í Reiðmennskuæfingum yngri flokka eru Hinrik Þór Sigurðsson yfirþjálfari Sörla, Anna Björk Ólafsdóttir þjálfari ÍSÍ og Sigurður Emil Ævarsson þjálfari ÍSÍ.

Við erum sérlega ánægð og glöð að fá þau Önnu Björk og Sigga Ævars til liðs við okkur, enda bæði hokin af reynslu á flestum sviðum hestamennskunnar og það er stór liðsstyrkur fyrir félagið okkar.

Æfingarnar hefjast samkvæmt stundatöflu á mánudaginn 20. september og haustönninni lýkur þann 16. des.

Verklegir reiðtímar á hesti hefjast 4. október.

Við upphaf verklegu tímanna á hesti verður hópnum skipt niður á þjálfara eftir aldri og áherslum þó grunnþjálfunin hjá öllum hestum og knöpum sé nokkuð svipuð frameftir vetri.

Siggi Ævars mun leiða strákahóp þar sem áherslan er lögð á að efla strákana í hestamennskunni á breiðum grunni. Allt frá umgengni, útreiðar, ævintýri og fjör í alls kyns æfingar þar sem strákarnir eflast á sínu áhugasviði innan hestamennskunnar. Þeir sem hug hafa á keppni fá þar hjálp frá einum reynslumesta dómara landsins með sinn undibúning yfir tímabilið, og áherslan verður á fjölbreytini í þjálfun.

Anna Björk er keppnisknapi í fremstu röð og hefur náð frábærum árangri sjálf og með sína fjölskyldu um árabil. Hún verður með blandaða hópa og mun miðla reynslu sinni og þekkingu á þjálfun og uppbyggingu reið- og keppnishesta yfir tímabilið.  

Frekari hópaskipting skýrist eftir fjölda iðkenda og hópa og við munum kynna það nánar þegar þar að kemur.

Endilega skellið ykkur í að skrá krakkana, og ef spurningar vakna er bara að senda póst hinriksigurdsson@gmail.com eða slá á þráðinn 695 9770.

Við erum orðin svakalega spennt að byrja, og hlökkum til að hitta ungu iðkendurna okkar.

Hestamannafélagið Sörli

Íþrótt-Lífstíll