Töff peysur fyrir káta Sörlakrakka

Allir að koma að máta 

Þeir krakkar sem hafa verið í Félagshúsi Sörla og á Reiðmennskuæfingum Sörla í vetur fá peysurnar innifaldar í æfingagjöldum sínum.

Öllum öðrum börnum félagsins býðst einnig að kaupa sér peysur á kostnaðarverði

Hettupeysa með merkingu 7000 kr.
Háskólabolur með merkingu 5000 kr.

Hægt er að koma að máta peysur og panta sunnudaginn 8. maí kl: 20:00-21:00 og mánudaginn 9. maí kl: 16:00 – 18:00

Mikilvægt er að allir mæti á þessum tímum sem eru í boði því það þarf að panta peysurnar erlendis frá, þær eru ekki lagervara hér heima og því erfitt að bæta við pöntunina.

 Áfram Sörli