Truflun á umferð um helgina við Vífilstaðavatn og í upplandi Heiðmerkur

Hlauparar og hjólreiðamenn í nágrenninu 

Bt félagsmanna Sörla.

Á laugardag og sunnudag fara fram almenningskeppnirnar Landsnet MTB og Eldslóðin og eru þær ræstar á Elliðavatnsveginum á móts við Vífilstaðavatn. Keppnirnar hafa fengið framkvæmdaleyfi frá Garðabæ, Skógrækt Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna vatnsverndar og Umhverfisstofnunar vegna umferðar hlaupsins um Búrfellsgjá. Leiðir beggja keppna voru unnar í samvinnu við þessa aðila. Tekið var tillit til helstu og vinsælustu reiðleiða í upplandinu og reynt að komast hjá of mikilli nálægð við þær.

Leiðirnar sem hjólaðar eru og leiðin sem hlaupin er eru hér á kortum. Þær verða eins vel merktar og kostur er og biðjum við ykkur að miðla þessu til ykkar félagsmanna til að forðast megi allan óþarfa núning íþróttaiðkenda og hestamanna á svæðunum. Við munum beina því til allra okkar keppanda að gæta eins og kostur er að allri hestaumferð, sér í lagi hjólaranna í keppnunum.

Lokað verður inn á Elliðavatnsveginn fyrir neðan Vífilstaða á meðan á keppnunum stendur sem er yfir miðjan daginn. Þannig er leiðin á milli Garðabæjar og Kópavogs opin en ekki er hægt að fara frá Garðbæ til Hafnarfjarðar eftir Elliðavatnsveginum.

Þetta gerir ALLA útivist á svæðinu öruggari um helgina, ekki bara þátttakendur í mótunum. En þá verður bíla umferð að bílastæðunum vestan og sunnan við vatnið lokað á sama tíma en við bendum á bílastæðin á og við Vífilstaði á meðan. Aðgengi að allri starfssemi á svæðunum sbr. golfvellina og Vífilstaða verður opin og þá þarf varla að taka fram að þessi lokun á ekki við um forgangs umferð viðbragðsaðila lögreglu, slökkvi- eða sjúkraliða. Lokanirnar verða í gildi frá hádegi til klukkan 17:00 báða daganna.

Okkur þætti vænt um ef að þessar upplýsingar væru kynntar á ykkar miðlum fyrir helgina til að tryggja gagnkvæma virðingu og vinsamlegt samneyti allra í upplandinu. Ef þið óskið ferkari upplýsinga eða viljið að mótshaldarar hafi einhver ákveðin atriði í huga varðandi svæðið þá megið þið endilega senda tölvuóst á einar@medbyr.is og láta vita.

Kv Einar Bárðar