U21-landsliðshópur LH 2024

U-21 landslið Íslands 

Fanndís Helgadóttir
Fanndís Helgadóttir

U-21 landsliðshópur Íslands 2024 í hestaíþróttum var tilkynntur í dag

Fanndís Helgadóttir var valin í hópinn, en 18 knapar voru valdir í þessu fyrsta úrtaki.

Fanndís hefur átt frábæru gengi að fagna á nýliðnu keppnisári, þá sérstaklega í slaktaumatölti í unglingaflokki á Ötul frá Narfastöðum.
Fanndís er prúður og flottur reiðmaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli innan sem utan vallar.
Fanndís stefnir á áframhaldandi keppni og frekari afrek í greininni.

Innilega til hamingju Fanndís, við erum virkilega stolt og ánægð fyrir þína hönd og erum stolt af því að eiga liðsmann í U-21 landsliðinu.

Hægt er að nálgast frétt LH í heild sinni hér.

Áfram Fanndís, áfram Sörli