U21-landsliðshópur LH 2025

U-21 landslið Íslands 

U-21 landsliðshópur Íslands 2024 í hestaíþróttum var tilkynntur í liðinni viku.

Fanndís Helgadóttir var valin í hópinn, en 14 pör voru valin í þessu fyrsta úrtaki.

Fanndís hefur átt frábæru gengi að fagna á nýliðnu keppnisári, á hestum sínum Ötli og Sprota.

Hún varð tvöfaldur Hafnarfjarðarmeistari, náði frábærum árangri á Reykjavíkurmeistaramótinu, vann þar til þriggja gullverðlauna og var stigahæsti knapinn. Hún varð í 13. sæti í unglingaflokki á landsmóti og landaði tveimur Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga.

Frábær árangur hjá hjá þessum prúða og flotta reiðmanni sem hefur vakið verðskuldaða athygli innan vallar sem utan.

Fanndís stefnir á áframhaldandi keppni og frekari afrek í greininni og hver veit nema hún nái að vinna sér sæti á HM í Sviss á komandi sumri.

Innilega til hamingju Fanndís, við erum virkilega stolt og ánægð fyrir þína hönd og erum stolt af því að eiga liðsmann í U-21 landsliðinu.

Hægt er að nálgast frétt LH í heild sinni hér.

Áfram Fanndís, áfram Sörli