Þann að 10. janúar s.l. breyttust sóttvarnarreglur þannig að knapar mega hreinsa upp skít eftir hrossin sín sjálf af reiðgólfi. Hins vegar verða allir að passa að spritta sig fyrir og eftir notkun á gafflinum.
Ef knapar eru að nota keilur eða eitthvað fleira á reiðgólfinu verður viðkomandi að ganga frá eftir sig og auðvitað muna eftir því að spritta sig á eftir.
Ef reiðkennarar eru að kenna í höllinni og einhverjir aðrir eru eða koma í höllina þá verður kennari að fara í stúku og kenna þaðan.
Allir þeir sem eru að nota reiðhöllina eru vinsamlegst beðnir um að kynna sér vel almennu reglur reiðhallarinnar, þær eru á veggspjaldi á ganginum inn í reiðhöll, á heimasíðufélagsins undir Reiðhöll og einnig hægt að sjá þær hér.
Töluverð umræða hefur skapast hjá knöpum um núverandi fyrirkomulag varðarðandi fjöldatakmörkun og tímatakmörk í höllinni. Flestum finnst núverandi fyrirkomulag betra heldur en að hafa engar takmarkanir. Höllin okkar er lítil og höndlar því ekki margmenni. Í raun er miklu betri vinnufriður og minni slysahætta. Af þessum ástæðum hefur verið ákveðið að halda áfram með núverandi fyrirkomulag varðandi fjöldatakmarkanir.
Varðandi gólfið í reiðhöllinni þá stendur til að skipta því út í vikunni fyrir páska, það er hált og hættulegt og hross hafa verið að renna og detta ef það er verið að setja upp á stökk, því viljum við biðja alla að fara sérstaklega varlega.
Þessar einföldu reglur gera hlutina betri og flesta ánægðari. Miðum að því að sýna hvort öðru tillitsemi og varkárni. Það er nefnilega svo gaman að vera Sörlverji.
Áfram Sörli.