Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?
Vegna Covid19 faraldursins setti félags- og barnamálaráðherra af stað sérstakt verkefni á árinu 2020 þar sem börn tekjulægri heimila eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí árið 2020.
Umsóknarfrestur vegna þessara styrkja hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.