Una Björt í A-úrslit

Laugardagur 

Una Björt í A-úrslit

Dagurinn byrjaði hressilega í Dalnum þegar Una Björt og Agla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-úrslit barnaflokks sannfærandi með 8,75 í einkunn.

Þær voru í hörkustuði og sigldu þessu heim með frábærum stökksýningum.

Við hlökkum til að sjá þær í A-úrslitum á morgun.

Fanndís og Garpur áttu líka flotta frammistöðu í unglingaflokki og enduðu í 13 sæti.

Algjörar stjörnur.

Af okkar fólki er það að segja að Forni og Hinni Braga koma fram í b-úrslitum A-flokks síðar í dag og Ingibergur og Sólveig eru meðal þátttakenda í 100 m skeiði.