Það er stefnt á það að framkvæmdunum fyrir neðan Hlíðarþúfur ljúki um næstu mánaðarmót. Nýja lögnin verður vonandi soðin saman og sett í skurðinn í næstu viku og honum lokað aftur og þá verður aftur hægt að fara út út hverfinu á tveimur stöðum.
Í framhaldi af því þá verður haldið áfram og skurður grafinn meðfram reiðveginum, nánast að göngubrúnni. Allur áfanginn sem verið er að fara í núna er ca 800m langur og á honum að ljúka fyrir áramót. En fer það auðvitað allt eftir veðri. Við skulum allavegna vona að það verði meiri gangur í þessari framkvæmd heldur en göngubrúarframkvæmdinni.
Búið er að biðja verktakana að fækka skiltum og vera ekki með þau beggja vegna við reiðveginn, heldur færa þau út fyrir reiðveginn svo það skapist ekki óþarfa slysahætta af þeim.