Sóttvarnarreglur í hestaíþróttum hafa verið uppfærðar til samræmis við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti 25. mars og gildir til 15. apríl.
Æfingar og keppni eru heimilar þar sem hægt er að tryggja 10 manna fjöldatakmörk í hverju sóttvarnarhófli. Ekki er heimilt að hafa áhorfendur eða veitingasölu. Ákvæði um fjöldatakmörk gilda um alla sem fæddir eru 2014 og fyrr. Nándarregla er sem fyrr tveir metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar.
Heimilt er að hafa reiðhallir opnar fyrir almennum iðkendum ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.
Hægt er að sjá reglurnar í heild sinni hér í pdf skjalinu .