Varúð - Reiðvegir og keppnisvellir

Aðgát eftir skjálftana 

Mynd úr safni

Allir knapar sem eru að ríða á reiðvegum og keppnisvöllunum okkar eru beðnir að fara sérstaklega varlega og reyna að skoða vel vegi og velli sem þeir eru að fara um því að eftir svona snarpa jarðskjálfta eins og voru í morgun geta opnast sprungur og myndast holur, því allt okkar svæði er byggt á hrauni.

Það opnuðust sprungur á svæðinu hjá okkur í skjálftunum árið 2000 og 2008, það myndaðist hola á Skógarhringnum síðastliðið haust og Hraunhringnum síðastliðið vor þannig að við vitum að það er víða holrými undir og við verðum öll að vera með opin augu fyrir þessum hættum.

Verum vakandi. Áfram Sörli.