Veislan er hafin

Mánudagur 

Í barnaflokki sem fram fór nú fyrir hádegið áttum við frábæra fulltrúa sem stóðu sig rosalega vel á stôra sviðinu.

Þrjár Sörlastelpur náðu að tryggja sér sæti í milliriðli sem fram fer á miðvikudag eftir stjörnusýningar en það eru Una Björt og Agla sem eru í 4 sæti með 8,67

Ásthildur og Hrafn eru í 8. sæti með 8,64 og Elísabet á Östru eru 17-20 sæti með 8,55.

Hjördís og Gjöf eru svo rétt utanvið milliriðilinn með 8,41 og Þórunn María skammt undan með 8,35.

Bubbi, Hlín og Unnur stóðu sig líka alveg eins og hetjur svo veislan byrjar með látum hjá okkur.

Næst er B-flokkur.