Vel heppnað kvennakvöld

Rjómamjúkar töltynjur og smá slúður 

Á föstudaginn fór fram annað kvennadeildarkvöld Sörla. Fjöldi Sörlakvenna lagði leið sína á Sörlastaði í súpu og til að spjalla og hafa gaman saman á tímabilinu frá kl 19:00 til 23:00.  Um 30 konur stunda að auki töltæfingar í nokkrum hópum undir stjórn Ástu Köru þessi föstudagskvöld. Á þær æfingar komast færra að en vilja.

Það sem gerir þessi kvöld einstök er að Sörlakonur kynnast og hafa gaman saman. Engin nauðsyn er að vera á töltæfingunum til að taka þátt og hafa gaman. Heyrst hefur að meira að segja hafi farið fram stóðhestakaup s.l. föstudagskvöld.