Vesturlandsdeildin - Slaktaumatölt

Slaktaumatölt 

Annað mót Vesturlandsdeildarinnar var haldið  föstudaginn 12. mars s.l. og áttum við Sörlafélagar fulltrúa þar. Keppt var í slaktaumatölti og stóðu félagar okkar sig með miklum sóma.

Anna Björk Ólafsdóttir og Eldey frá Hafnarfirði höfnuðu í 2. sæti með einkunnina 6,92 og Snorri Dal varð efstur í B-úrslitum með Bálk frá Dýrfinnustöðum með einkunnina 6,75.

Glæsilegur árangur.

Áfram Sörli!