Þrígangsmót Spretts

Hjá Hestamannafélaginu Spretti 

Þrígangsmót Spretts var haldið föstudaginn 12. mars. Það var skemmtilegt að sjá hve margir, bæði ungir og eldri, Sörlafélagar heimsóttu nágrannafélag sitt og tóku þátt í þessu skemmtilega móti. 

Adolf Snæbjörnsson og Árvakur frá Dallandi urðu í 4. sæti í flokki Fimmgangs þrígangi

Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Auður frá Akureyri urðu í 2. sæti flokknum Meira vanir
Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Nína frá Áslandi urðu í 4. sæti í flokknum Meira vanir

Bryndís Daníelsdóttir og Eskill frá Lindarbæ urðu í 5. sæti í flokknum 17 ára og yngri.

Frábært hjá ykkur öllum sem tókuð þátt.

Áfram Sörli!