Vetrarfögnuður Sörla verður haldinn 30. des

Ístölt og kvöldskemmtun 

Kæru Sörlafélagar og vinir.

Nú þegar veðurspáin er komin fyrir föstudagskvöldið 30. desember sjáum við að hægt verður að halda Vetrarfögnuð Sörla !

Við ætlum að fagna fimbulkulda og bjóða upp á ístölt á beinu brautinni kl. 19:00. Tekið verður á móti skráningum í dómpalli á föstudeginum á milli kl. 16:30 og 17:30. Verð fyrir skráningu er kr. 2.000 og það verður posi á staðnum.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
21 árs og yngri.
Konur 22 ára og eldri.
Karlar 22 ára og eldri.

Eftir ístöltið gleðjumst við svo saman á kvöldskemmtun á Sörlastöðum.

Skemmtinefndin verður á staðnum með veitingar á hóflegum kjörum.

Hlökkum til að sjá ykkur þar sem að við fögnum saman vetri konungi.

Áfram Sörli !