Vetrarfögnuður Sörla

Ístölt og kvöldskemmtun 

Kæru Sörla félagar takið frá föstudagskvöldið 30. desember fyrir Vetrarfögnuð Sörla!

Meðan æðiveður hefur geisað kviknaði hugmynd að vetrarfögnuði Sörla. Við erum svo hrifin af nýjum góðum hugmyndum.

Við stefnum á að hafa ístölt á beinu brautinni og fagna fimbil kulda á íssvelli, gleðjumst svo á kvöldskemmtun á Sörlastöðum.

Framundan er skemmtileg uppákoma í Sörla ef Kári og selsíuskvarðin verða okkur hliðhollir - fínasta upphitun fyrir gamlársdagreiðtúr.

Nánar auglýst síðar þegar veðurspá lítur dagsins ljós fyrir 30. desember!

Áfram Sörli!