Vetrarleikar 2 - Sjóvá mótaröðin - Frestað um óákveðinn tíma

Þetta veður 

Búið er að gera allt í dag til þess að reyna að halda því til streitu að halda Vetrarleika 2 á morgun.

Búið er að moka snjó og krapableytu í burtu af brautinni en það dugar ekki til, því hefur verið ákveðið að fresta vetrarleikunum um óákveðinn tíma.

Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt en nú hefði verið gott að vera komin með okkar langþráðu höll, þá hefði verið hægt að færa mótið inn.

Allir þeir sem voru búnir að skrá haldast áfram skráðir og fá endurgreitt ef þeir geta ekki tekið þátt þegar leikarnir verða.

En í staðinn geta þeir sem ætluðu að taka þátt í Grímuleikum tekið þátt í þeim og haft gaman af.

Áfram Sörli.

Mótanefnd