Mikið var um keppnir í marsmánuði og flýgur hann áfram. Á miðvikudagskvöldið fór fram þriðja mótið í Blue Lagoon mótaröðinni í Samskipahöllinni í Spretti. Að þessu sinni var keppt í gæðingakeppni og mættu þar nokkrir Sörlakrakkar með sína hesta. Í B-flokki ungmenna var það hún Kolbrún Sif Sindradóttir sem stóð uppi sem sigurvegari með hestinn Topp frá Sæfelli með einkunina 8.41. í 3. sæti var annar Sörlafélagi hann Tristan Logi Lavender með hryssuna Gjöf frá Brenniborg með einkunina 8.30 og í því 6 í úrslitum var hún Ingunn Rán Sigurðardóttir með hestinn Vetur frá Hellubæ.
Í unglingaflokki meira vanir voru tveir Sörlafélagar í úrslitum þær Árný Sara Hinriksdóttir og Elísabet Benediktsdóttir. Árný og hestinn Moli frá Aðalbóli enduðu í 3. sæti með einkunina 8.36 og Elísabet og Glanni frá Hofi í því 5 með 8.04. Rétt við úrslit voru 2 Sörlastelpur þær Erla Rán Róbertsdóttir og Sólveig Þula Óladóttir. Í unglingaflokki minna vanir voru þær Milda Peseckaite og Bjarndís Rut Ragnarsdóttir, Milda endaði í því 4 á hryssunni Eyðu frá Halakoti með einkunina 8.13, Bjarndís endaði í því 6 en hún varð fyrir því óhappi að missa skeifu á yfirferðagangi.
Í barnaflokki minna vanir var það Sörlastelpan hún Magdalena Ísold Andradóttir sem endaði í 5. sæti með hestinn Tenór frá Hemlu með einkunina 8.22.
Fyrr í mánuðinum var keppt í slaktaumatölti í meistaradeild ungmenna og átti hún Fanndís Helgadóttir frábæra sýningu. Fanndís og hesturinn Ötull frá Narfastöðum enduðu í 2. sæti með einkunina 7.13. Til gamans má geta að liða plattinn fór til lið Helgatúns/Hestavals en tvær Sörla stelpur eru í því liði, þær Fanndís Helgadóttir og Kolbrún Sif Sindradóttir.
Þann 10. mars var keppt í gæðingalist í Fyrstu deildinni og þar var Sörlafélaginn Snorri Dal með hestinn sinn Gimstein frá Víðinesi í 4. sæti eftir feikna góða sýningu. Þann 18. mars var keppt í Fjórgangi í Suðurlandsdeild SS og landaði Kristín Ingólfsdóttir þar 2. sæti með hestinn sinn hann Ásvar frá Hamrahóli með 6.67 í einkunn.