Viðrunarhólf - við hliðina á 400 hringnum

Eitthvað inn í haustið/veturinn 

Nú opnum við hólfið við hliðina á Hlíðarþúfum og geta áhugasamir viðrað hesta sína þar eitthvað inn í haustið/veturinn.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegst sendið tölvupóst á vidrunarholf@sorli.is tiltakið nafn, gsm númer og fjölda hrossa.

Verð pr. hest í viðrunarhófið er 3.000 kr. óháð tímalengd. Við verðum að fylgjast vel með og passa að hólfið sparkist ekki allt út.

Áskiljum okkur rétt til að loka hólfinu ef að veðrið verður til vandræða.

Minnum líka á að allir þeir sem eiga eftir að taka niður girðingar sínar fyrir neðan Kaldárselsveginn eru beðnir um að gera það sem fyrst.