Viðrunarhólfanefnd óskar eftir sjálfboðaliðum

Sjálfboðaliðar í girðingavinnu 

Viðrunarhólfanefnd óskar eftir aðstoð næstu helgi við girðingavinnu í nýja hólfinu á Bleiksteinshálsi og við viðhald og yfirferð á hólfunum fyrir neðan Kaldárselsveg og hólfunum við hliðina á 400 hringnum.

Í hólfunum við Hlíðarþúfur þarf að merkja þau upp aftur og laga brotna staura en í hólfinu upp á Bleiksteinshálsi er búið að girða helminginn af, hinn helminginn þarf að klára.

Allir hesthúsaeigendur í Hlíðarþúfum og í efra hverfi geta sótt um hólfin við Hlíðarþúfur eins og síðastliðin ár þegar þau verða auglýst og Bleiksteinsháls hólfið verðum við að klára fyrir sumarið svo félagsmenn geti byrjað að nýta það.

Þið sem viljið aðstoða sendið póst á vidrunarholf@sorli.is

Viðrunarhólfanefnd