Viltu kynnast Gæðingalist?

Nýjasta viðurkennda keppnisgreinin 

Nýjasta viðurkennda keppnisgreinin í regluverki LH er Gæðingalist.

Í byrjun maí verður í fyrsta skipti haldið Íslandsmót í Gæðingalist hjá Spretti í Kópavogi og greinin farin að njóta mikilla vinsælda í þeim deildum sem í gangi eru yfir veturinn. Við bjóðum upp á námskeið í Gæðingalist þar sem nemendum gefst kostur á að kynna sér greinina ítarlega, fræðast um reglur hennar og útfærslu í verklegum og bóklegum tímum ásamt því að búa sér til og æfa eigið prógramm í Gæðingalist sniðið að hverjum hesti og knapa.

Kennt verður á eftirtöldum dögum: 1-2 mars helgarnámskeið (bóklegt og verklegt)
18. mars
15. apríl
22. apríl

Tilvalið tækifæri fyrir knapa sem stefna á þátttöku á Íslandsmótinu í Gæðingalist eða þá sem vilja kynnast greininni og fræðast um hana.

Kennari Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari

10 fyrstu sem skrá sig komast á námskeiðið en hinir fara á biðlista.

Verð fyrir 17 ára og yngri 50.000 og 18 ára og eldri 65.000 kr.

Skráning á netfangið astakara91@gmail.com, það sem þarf að koma fram er nafn þátttakanda og kennitala.

Ef næg þáttaka næst verður námskeiðið sett upp í Sportabler og gengið frá greiðslum þar.