Verið er að gera bráðabirðga innganga í núverandi reiðhöll, bæði fyrir knapa til að komast inn í reiðhöllina og svo gangandi til að komast í félagsaðstöðuna.
Á meðan á þessum framkvæmdum stendur verður stóra hurðin á suðurgafli reiðhallar opin fyrir knapa til að komast inn með hesta sína.
Einnig er verið að grafa og færa lagnir og verður reiðvegurinn meðfram kerrusvæðinu lokaður á meðan á lagnafærslum stendur.
Við hvertjum reiðmenn að sýni þolinmæði, skilning og tillitsemi og fara sérstaklega varlega og vera vakandi fyrir þeim hættum sem kunna að skapast í kringum framkvæmdasvæðið.