Vinnuskóli 2023 - Reiðskólar

Allir að vinna 

Er ekki einhverjir áhugasamir og duglegir Sörlakrakkar sen hafa áhuga á að vinna á reiðnámskeiðum sem verða í boði hjá Sörla í sumar, í ár verðum við bæði í samvinnu við Fáka og Fjör sem verða með starfið sitt á Álftanesi og Íshesta sem eru hér á Sörlasvæðinu, en við höfum verið í samstarfi við þessa aðila undanfarin ár.

Hvetjum við alla áhugasama Sörlakrakka að sækja um í Vinnuskólanum og látið þið endilega koma fram að þið viljið vinna við reiðnámskeiðin hjá Sörla.

Þegar þið eruð búin að sækja um, sendið þá tölvupóst á sorli@sorli.is og látið vita að þið hafið sótt um að vinna á reiðnámskeiðunum í sumar.