Vinsamlegst virðið reglur í reiðsal

Mjög mikilvægt 

Töluvert hefur borið á því að notendur reiðhallarinnar virða ekki reglurnar sem gilda á reiðgólfinu og margar kvartanir hafa borist stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra.

Að sjálfsögðu er það þannig að flestir virða reglurnar en þeir sem ekki gera það eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér þær betur og virða þær.

Hér er hægt að skoða reglurnar sem eru í gildi í reiðsal.

Það helsta sem kvartað er undan er að tímamörk séu ekki virt, að of margir séu inni í einu og tillitsleysi knapa til hvers annars.

Stjórn og framkvæmdastjóri.