Mótanefnd hestamannafélagsins Sörla tilkynnir með þessu að Gæðingaveisla Sörla, sem fyrirhuguð var helgina 27.–29. ágúst nk., fellur því miður niður.
Ástæðan er sú að á sama tíma verða haldin tvö mót gæðingamót hjá Sleipni og íþróttamót hjá Geysi, sem var fært í síðustu viku á þessa sömu helgi. Þetta hefur í för með sér bæði aukinn kostnað fyrir félögin og dreifir bæði keppendum og áhorfendum.
Við teljum ekki raunhæft að halda okkar mót við þessar aðstæður án þess að það bitni á gæðum og stemningu.
Gæðingaveislan hefur í gegnum árin notið mikilla vinsælda og verið einn af hápunktum í lok keppnistímabilsins. Það er því sárt að þurfa að fella hana niður, en við sjáum okkur ekki annað fært í ljósi aðstæðna.
Við þökkum öllum sem hafa sýnt mótinu áhuga í gegnum tíðina og hlökkum til að taka á móti ykkur aftur þegar næst gefst tækifæri.
F.h. mótanefndar Sörla Sindri Sigurðsson