Annars er reiðhöllin upptekin á næstunni sem hér segir:
þriðjudaginn 19. febrúar
miðvikudaginn 20. febrúar
fimmtudaginn 21. febrúar
laugardaginn 23. febrúar
sunnudaginn 24. febrúar
mánudaginn 25. febrúar
þriðjudaginn 26. febrúar
miðvikudaginn 27. febrúar
fimmtudaginn 28. febrúar
föstudaginn 1. mars
laugardaginn 2. mars
sunnudaginn 3. mars
mánudaginn 4. mars
þriðjudaginn 5. mars
miðvikudaginn 6. mars
fimmtudaginn 7. mars
föstudaginn 8. mars
laugardaginn 9. mars
sunnudaginn 10. mars
mánudaginn 11. mars
þriðjudaginn 12. mars
miðvikudaginn 13. mars
fimmtudaginn 14. mars
föstudaginn 15. mars
laugardaginn 16. mars
sunnudaginn 17. mars
mánudaginn 18. mars
miðvikudaginn 20. mars
fimmtudaginn 21. mars
laugardaginn 23. mars
sunnudaginn 24. mars
mánudaginn 25. mars
miðvikudaginn 27. mars
fimmtudaginn 28. mars
laugardaginn 30. mars
sunnudaginn 31. mars
mánudaginn 1. apríl
miðvikudaginn 3. apríl
föstudaginn 5. apríl
laugardaginn 6. apríl
sunnudaginn 7. apríl
mánudaginn 8. apríl
miðvikudaginn 10. apríl
laugardaginn 13. apríl
sunnudaginn 14. apríl
mánudaginn 15. apríl
miðvikudaginn 17. apríl
miðvikudaginn 24. apríl
laugardaginn 27. apríl
mánudaginn 29. apríl
mánudaginn 6. maí
miðvikudaginn 8. maí
mánudaginn 13. maí
miðvikudaginn 15. maí
mánudaginn 20. maí
miðvikudaginn 22. maí
mánudaginn 27. maí
Um Reiðhöllina og notkun hennar
Reiðhöll Sörla er notuð til kennslu, keppni og atburða á vegum félagsins. Félagsmenn hafa aðgang að höllinni á ákveðnum tímum skv. auglýstri dagskrá. Hægt er að nálgast nýja lykla að reiðhöll á skrifstofu frá 9-12 virka daga.
Ef endurnýja þarf áskrift reiðhallalykla skal hafa hafa samband við framkvæmdastjóra. Sendur er reikningur í heimabanka og lykillinn virkjaður um leið og reikningur hefur verið greiddur.
Aðgangslykill – gjaldskrá gildir frá janúar 2018 til janúar 2019
Aðgangslykill: Til að fá aðgang að reiðhöll þarf að leigja aðgangslykil kr. 1000 skilagjald sem er endurgreitt þegar lyklinum er skilað.
Auk þess þarf að greiða aðgang:
- Aðgangslykill 1 veitir aðgang að reiðhöllinni frá kl. 06:00 til 00:00. Verð kr. 20.000. Ef fleiri en tveir aðilar tilheyra sömu rekstrareiningu eða fjölskyldu nægir að kaupa tvo lykla. Sama gildir fyrir aðgangslykil 2.
- Aðgangslykill 2 veitir aðgang að reiðhöllinni frá kl. 06:00 - 08:00 og svo aftur frá14:00 til 00:00. Verð kr. 3.000
- Aðgangslykill 3 gildistími einn mánuður, veitir aðgang að reiðhöll frá kl. 06:00 – 00:00. Verð kr. 5.000
Um helgar er aðgangur opinn öllum lykilhöfum frá kl. 06:00 til 00:00
Athugið: Einungis skuldlausir félagsmenn hafa kost á að kaupa aðgangslykla að reiðhöll félagsins.
Reglur um notkun reiðhallar
1. Umsjónarmaður reiðhallar sér um skipulagningu tíma og gætir þess að upplýsingar liggi fyrir í reiðhöll og á vef félagsins.
2. Óheimilt er að skipuleggja kennslu hópa á tímum sem höll er auglýst opin til almennrar notkunar. Félaga í Sörla er heimilt að njóta leiðsagnar í einstaklingskennslu á opnum tíma án þess að lokað verði fyrir notkun annarra á sama tíma.
3. Notkun reiðhallar annarra atburða, s.s. móta, sýninga og kennslu, verður skipulögð í samráði við umsjónarmann og skal þess gætt að slíkt sé auglýst á vef félagsins undir hnappnum Sörlastaðir og í reiðhöll.
4. Knöpum er skylt að nota hjálm í reiðhöll. Á þetta við um alla, atvinnu- og áhugamenn.
Samþykkt í stjórn Sörla, 10. mars, 2009.
Almennar reglur í reiðhöll
- Hjálmaskylda er í reiðsal.
- Láta vita af sér áður en teymt er inn á völlinn.
- Farið á bak og af baki inn á miðjum velli, en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
- Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð.
- Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.
- Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar og þá skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.
- Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta.
- Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.
- Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.
- Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf hest er best að gera slíkt inni á miðjum velli.
- Hringtaumsvinna fer engan veginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.
- Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum og forðast skal að ríða þvert fyrir aðra knapa.
- Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hest þar.
- Hundar eru stranglega bannaðir inn í reiðhöllinni.
- Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
- Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð.
- Knapar skulu ganga vel um reiðsalinn og hirða skit upp eftir sinn hest.
- Börn yngri en 13 ára þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.