Félagsreiðtúr sunnudaginn 3. apríl

Hópreið 

Við ætlum að skella okkur í hópreið sunnudaginn 3. apríl, því ekki viljum við hafa hana sama dag og Vetrarleika 3.

Við mætum við Sörlastaði, suðurgafl í léttspjall rétt fyrir klukkan 13:00 því þá ætlum við að leggja af stað.

Stefnum á að ríða Kjóadal, Seldal, meðfram Hvaleyravatni og Bleiksteinsháls.

Vonandi fáum við gott veður og hlökkum til að sjá sem flesta.

Ferðanefnd Sörla

Viðburðarupplýsingar

Tegund: felagsreidturar
Upphafstími: 2022-04-03 13:00:00
Endatími: 2022-04-03 00:00:00
Vettvangur: felagssvaedid