Gæðingamót Sörla 2024 - Úrtaka fyrir landsmót

Á Hraunhamarsvelli 

miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 00:00

Drög að úrtöku fyrir Landsmót og Gæðingamót Sörla 2024

Framkvæmd úrtöku og mótsinns er með þeim hætti að til að geta farið í seinni umferð úrtöku þarf að fara í fyrri umferð, þeir sem vilja bara skrá sig á Gæðingamót Sörla fara bara í seinni hlutann.

Í A og B flokki verður riðinn blönduð forkeppni þ.e atvinnu og áhugamenn ríða forkeppni í blönduðum hóp.

Allir fara inn af upphitunarvelli eftir fóta og búnaðarskoðun þar sem ALLIR verða að mæta, í A flokki verður farið í skeið útá beinubrautina um hlið frá miðri langhlið hringvallar.

Við verðum að sameinast um að halda upphitinarhringnum þannig að það séu ca 5 þar inná í einu, en án undantekninga verður að mæta þar í útbúnaðar örmerkja og fótaskoðun, fyrir úrslit þurfa allir að mæta í merkingu og skoðun og aðeins þeir sem eru að fara inní úrslit eru á upphitunarvelli í einu.

Hægt verður að fá hlífar vigtaðar og beisli skoðuð við dómpall fyrir mót.

Drög að dagskrá

28. maí þriðjudagur
Fyrri umferð úrtöku

17:00 A flokkur áætlað 25 hestar
19:30 B flokkur áætlað 25 hestar

29. maí miðvikudagur
17:00 Barnaflokkur áætlað 14 keppendur
18:20 Unglingaflokkur áætlað 20 keppendur
20:40 Ungmennaflokkur áætlað 8 keppendur

30. maí fimmtudagur
Seinni umferð úrtöku og Gæðingamót Sörla

16:00 A flokkur áætlað 35 hestar blandaður flokkur
19:00 A flokkur ungmenna áætlað 5 hestar
19:45 B flokkur áætlað 35 hestar blandaður flokkur

31. maí föstudagur
16:00 Unglingaflokkur minna vanir áætlað 8 hestar
16:50 Unglingaflokkur meira vanir áætlað 20 keppendur
19:30 Barnaflokkur meira og minna vanir saman áætlað 12 keppendur
20:30 Ungmennaflokkur áætlað 8 keppendur

01. júní laugardagur
9:00 Gæðingatölt Börn, unglingar, ungmenni, minna vanir og meira vanir (Opið)
12:00 Pollar
13:00 Skeið 100 m opið
14:00 Úrslit Börn, unglingar minna vanir, meira vanir, ungmenni. B flokkur áhugamanna, B flokkur Atvinnumanna A flokkur Ungmenna, A flokkur áhugamanna A flokkur atvinnumanna

Áætluð mótslok um kl 18:00

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Hestamannamót
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Mótanefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 2. nóvember 2023