Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla 2023 - Opið mót

Íþróttamót Sörla 

fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 00:00

Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla 2023 verður haldið dagana 4.-7. maí á Hraunhamarsvellinum.

Aðalstyrktaraðili mótsins er Eykt sem er öflugt þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og aðalverktaki við byggingu nýrrar reiðhallar Sörla

Mótið verður opið öllum keppendum.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka.

Skráning á mótið er í Sportfeng og opnar í dag og stendur til miðnættis mánudaginn 1. maí, eftir þann tíma verður ekki tekið við skráningum.

Þar sem ekki er hægt að skrá polla yngri en 9 ára í Sportfeng, viljum við biðja ykkur að senda okkur nafn polla og nafn hests á motanefnd@sorli.is og taka fram hvort pollinn verði ríðandi eða teymdur og skráningu fyrir þá líkur einnig á miðnætti 1. maí.

Sjálfboðaliða vantar að sjálfsögðu fyrir mótið, áhugsamir sendi tölvupóst á motanefnd@sorli.is

Keppnisgreinar eru eftirfarandi :

· Meistaraflokkur: Tölt T1, Tölt T2, Fjórgangur V1, Fimmgangur F1, Gæðingaskeið PP1.

· 1 flokkur: Tölt T3, Tölt T4, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2. Gæðingaskeið PP1.

· 2 flokkur: Tölt T3, Tölt T7, Fjórgangur V2, Fjórgangur V5, Fimmgangur F2.

· Ungmenni: Tölt T1, Tölt T2, Fjórgangur V1, Fimmgangur F1,  Gæðingaskeið PP1.

· Unglingar: Tölt T3, Tölt T4, Tölt T7, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Fjórgangur V5.

· Börn: Tölt T3, Tölt T7, Fjórgangur V2, Fjórgangur V5.

· 100 m skeið P2.

· Pollar: Boðið verður upp á pollaflokk.

Skráningagjöld eru eftirfarandi:

· Barnaflokkur og Unglingaflokkur: 5000 kr.

· Meistaraflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og Ungmennaflokkur: 6000 kr.

· Gæðingaskeið og 100m skeið – 6000 kr 

Sörlafélagar þurfa að hafa greitt félagsgjöldin sín til að hafa keppnisrétt á mótinu.

Allar afskráningar og fyrirspurnir skulu berast á motanefnd@sorli.is

Dagskrá verður auglýst síðar.

Mótanefnd
Sörla

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Hestamannamót
Hvenær:
Hvar:
Hraunhamarsvellinum og Að Sörlastöðum
Hver:
Mótanefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 1. nóvember 2023