Helgafellstúr - ef aðstæður leyfa

Helgafellstúr 

föstudaginn 17. maí 2024 kl. 20:00

Við stefnum á árlegan Helgafellstúr ef aðstæður leyfa, búið er að malbika hluta af gamla Kaldárselsveginum og hann er því ófær hestum.

Verið er að leita leiða til að komast þessa árlegu ferð.

Helgafellstúrinn verður 17. maí mæting við Sörlastaði brottför kl. 20:00. Reiðtúrinn er um 3 klst. (rúmar eða tæpar) fer allt eftir veðri og hversu löng stoppin verða.

Allt stress er að sjálfsögðu skilið eftir heima, bara gleði og góða skapið tekið með :)  Munið að það er hjálmskylda í Sörlaferðum.

Ef þið þurfið frekari upplýsingar má senda póst á ferdanefnd@sorli.is

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Félagsreiðtúr
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum og Á félagssvæði Sörla
Hver:
Ferðanefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 2. nóvember 2023