Kvennareið - nú bjóðum við Sörlakonur heim

Endalaus gleði 

föstudaginn 26. apríl 2024 kl. 00:00

Nú bjóðum við Sörlakonur heim. Félagið okkar er 80 ára í ár og því ætlum við að hafa svaka partý, við bjóðum velkomnar til okkar konur úr Fáki, Spretti, Herði, Sóta, Brimfaxa og Mána í raun eru allar 18 ára og eldri hestakonur velkomnar.

Takið föstudagskvöldið 26. apríl frá því þá verður gleði á Sörlastöðum.

Við Sörlakonur ætlum að ríða á móti konum úr öðrum félögum, konur sem vilja ríða með okkur á móts við hinar eru velkomnar og stefnum á að hóparnir hittist í Gjármótum kl 18:00 og ríðum svo saman á Sörlastaði, þar verður matur og gleði fram eftir kvöldi. Konur eru einnig velkomnar þó þær komi bílandi

Nánari upplýsingar koma næstu daga.

Kvennadeild Sörla

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Skemmtun
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Kvennadeild hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 12. apríl 2024