Kvennadeild

Ekki eru allir lyklar bundnir við einnar konu belti 

Tilgangur og hlutverk Kvennadeildar

Skapa samvinnu og félagslegan grunn meðal kvenna í Sörla. Halda skemmtanir fyrir konur s.s. kvennakvöld, sameiginlega reiðtúra, sameiginleg námskeið, kvennareið og í raun allt það sem konur innan Sörla hafa áhuga á að gera.

Markmið

 • Virkja konur innan félagsins til frekari kynna og samveru.
 • Hvatning til samvinnu.
 • Virkja allar félagskonur í Sörla til skemmtilegra hluta.
 • Ná til félagskvenna óháð því hvernig hestamennsku viðkomandi stundar.
 • Samvera og samstarf Sörlakvenna á öllum aldri.

Athuga þarf að þó að um kvennadeild sé að ræða er markmiðið ekki að þær eigi að standa fyrir kökubakstri og öðrum fjáröflunum nema þær óski þess.

Kvennadeild  fyrir starfsárið 2023-2024

Formaður Þórdís Anna Oddsdóttir 848 9000
Margrét Ágústa Sigurðardóttir
María Friðgerður Bjarnadóttir
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir

Starfslýsing fyrir Kvennadeild

Samþykkt á aðalfundi 2019

 1.  Kvennadeild skal skipuð a.m.k. þremur félagskonum og er formaður er kosinn á aðalfundi. Á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera. 

 2. Nefndin skal sjá um viðburði fyrir félagskonur með það að markmiði að ná til sem flestra kvenna á ólíkum stigum hestamennskunnar. Tilgangurinn er að skemmta, efla og auka samveru kvenna á félagssvæði Sörla.

 3. Í samráði við Fjáröflunar- og skemmtinefnd skipuleggur Kvennadeildin kvennareið milli hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu.

 4. Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.

 5. Í upphafi starfsárs gerir nefndin rekstraráætlun og sendir stjórn félagsins til samþykktar. 

 6. Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.

 7. Uppgjör nefndarinnar og endurgreiðslur til einstakra aðila skulu fara fram eigi síðar en einni viku eftir viðburð og afhendast framkvæmdastjóra Sörla. Með uppgjörum og endurgreiðslum skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði. 

 8. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi. 

 9. Nefndin skal hafa skilað endanlegu reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins einum mánuði fyrir aðalfund.

 10. Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.

Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.