Nýhestamót Sörla og 100m skeið í Sjóvá Vetrarmótaröðinni

Á Hraunhamarsvelli 

þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 19:00

Nýhestamót Sörla og 100 m skeið í Sjóvá Vetrarmótaröðinni verður haldið þriðjudaginn 16. apríl kl. 19:00.

ATH breytt dagsetning.

Skráning á Sörlastöðum mánudaginn 15. apríl kl 19:00-21:00

Athugið að gefa þarf upp IS númer hest ásamt nafni og kennitölu knapa.
Mikilvægt er að upplýsingar séu réttar.

Reglur á Nýhestamóti:
Hestur má ekki hafa unnið til verðlauna árið 2023 eða áður, hvort sem er í Sörla eða annarsstaðar.
Keppendur þurfa að vera félagar í Sörla.
Hestur verður að vera í eigu Sörlafélaga.

Keppnisfyrirkomulag:
Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms.
Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti (fegurðartölti), eftir fyrirmælum þular.
Ef keppendur eru 20 eða færri skráðir í flokk skipar dómari 5 efstu hesta í sæti. Séu keppendur 21 eða fleiri skráðir í flokk velur dómari 10 efstu hesta sem ríða úrslit. Að þeim loknum velur dómari 5 efstu hesta í sæti.

Dagskrá og flokkar í boði:
21 árs og yngri
konur
karlar

Skráningagjaldið er 3000 kr.
Með kveðju,
Mótanefndin

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Hestamannamót
Hvenær:
Hvar:
Hraunhamarsvellinum og Að Sörlastöðum
Hver:
Mótanefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 2. nóvember 2023