Reglur um viðrunarhólf á Félagssvæði
Reglur um skammtímaleigu á hólfum Sörla neðan við Kaldárselsveg hjá Hlíðarþúfum og í stykkinu við hliðina á 400 hringnum.
Svæðið er á vegum Hestamannafélagsins Sörla í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ til skammtíma beitar og viðrunar hossa. Viðrunarhólfanefnd eða hestamannafélagið sér um útdeilingu hólfana til félagsmanna Sörla sem gerir reglur um notkun svæðisins.
Svæðinu er skipt niður í 26 hólf. Viðrunarhólfanefnd setur niður 4 hornstaura sem marka hvert hólf fyrir sig.
Aðeins eitt hesthús getur sótt um eitt hólf hvort sem að það séu einn eða fleiri eigendur að húsinu og þurfa þeir að vera skuldlausir félagar í Sörla og í Húseigandafélagi Hlíðarþúfna. Dreigið verður um hvaða umsækjandi fær hvaða hólf Þannig að sá sem er dreiginn upp fyrstur fær hólf 1. og annar fær hólf 2. og svo framveigis. Séu fleiri umsækjendur um hólf en fjöldi hólfa þá skal setja allar umsóknir í einn pott og draga um hver fær hólf. Ekki myndast hefð um hvaða hólf hver fær eða að einhver er búinn að vera lengi með hross á svæðinu og eigi þess vegna meiri rétt en aðrir.
Notkunartímabil er frá miðjum maí til enda september en fer þó eftir ástandi svæðisins og getur Sörli ákveðið hvenær svæðið er opnað og hvort að þurfi að loka því vegna ástands. Einnig á þetta við ef um ofbeit er um að ræða í hólfi.
Útdeiling á svæðinu er í einn mánuð í senn og er hægt að endurnýja samninginn þegar að sá tími er liðin, einnig er hægt að ákveða að vera með hólfið allan tíman strax og greiða þá fyrir það.
Sörli ákveður gjald fyrir leigu á hólfunum.
Girðinguna setja setja notendur upp sjálfir á það að vera snyrtileg og góð rafmagnsgirðing ásamt rafstöð sem er auðvelt að fjarlægja. Þarf hver að setja upp sína girðingu þannig að þar sem girðingar liggja saman er tvöföld girðing. Bil á milli staura skal vera 8-10 metrar og skal vera tveir strengir í hverri girðingu og hlið skulu snúa að Kaldárselsvegi. Þegar að leigu á hólfi lýkur þarf leigjandi að fjarlægja sína girðingu. Þær girðingar sem eru ekki teknar niður verða fjarlægðar og þeim hent.
Hestaeigendur sem nota þessi hólf bera alla ábyrgð á sínum hrossum hvort sem þau verða fyrir skaða eða þau sleppa út úr hólfinu og valda öðrum skaða.
Hross skulu ekki vera í hólfunum á milli kl 23.00 til kl 07.00 og er æskilegt að eigandi hrossa sem eru úti í hólfunum sé á svæðinu þegar að hrossin eru úti í hólfinu.
Ekki má hafa stóðhest í þessum hólfum
Gerist leigutaki á hólfi brotlegur við þessar reglur eða er með slæma umgegni á svæðinu missir hann hólfið.
Ekki er heimilt að setja upp aðrar girðingar við Hlíðarþúfur og Hlíðarenda og verða allar aðrar girðingar á svæðinu fjarlægðar og þeim hent
Reglur þessar voru uppfærðar 2019.