Hagabeit í Krýsuvík

Þar er vatnið sætara 

HAGABEITARGJALD

Hagabeitargjaldið er 2.500 kr. fyrir hvert hross á mánuði.

Greiða þarf fyrir fyrstu 3 mánuði tímabilsins fyrirfram áður en hrossin koma í Krýsuvík. Seinni hlutann þarf svo að greiða um 15.september.

Aðeins skuldlausir félagsmenn í Sörla geta sent hross sín hagann í Krýsuvík.

HAGABEITARSKILMÁLAR

Eftirfarandi skilmála þarf að samþykkja áður en hross fara í haga:

Hestamannafélagið Sörli áskilur sér allan rétt til að breyta tímabili hagabeitarinnar vegna ófyrirsjáanlegra orsaka svo sem veðurfars eða beitarþols svæðisins.

Hestamannafélagið Sörli ber ekki ábyrgð að neinu leiti á hrossum sem eru í hagabeit í Krýsuvík.

Af gefnu tilefni. Hagabeitendur greiða fyrir þann tíma sem beðið er um fyrir hrossin þó svo þau fari fyrr úr haga.

HAGABEITARTÍMABILIÐ

Hagabeitartímabilið er venjulega frá 15.júní til 15.desember.

Þetta árið opnar svæðið föstudaginn 15. Júní 2018.

Allt er þetta undir þeim anmarka að hagi og tíðarfar leyfi.

SKRÁNING

Þeim sem vilja skrá hross í beit í Krýsuvík verða að vera félagsmenn í Hestamannafélaginu Sörla.

Best er að senda tölupóst á netfangið krysuvikurnefnd@sorli.is einnig er hægt að hringja í Ólaf í síma 863 6208.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að vera til taks:

Nafn eiganda / Ábyrgðarmanns hrossa

Kennitala hans

Símanúmer sem virkar

Nafn hests

Litur hests

Örmerkinganúmer/Frostmerking

Lýsing ef eitthvað sérstakt

Tímabil sem óskað er eftir fyrir hest t.d. 15.júní til 15.október

Ganga þarf síðan þannig frá hrossum að í þau sé rakaður bókstafurinn S (fyrir Sörli). Einng er hagabeitendum gert að setja límbönd í fax hesta sinn svo þau þekkist betur.

SMALANIR

Þegar hrossin koma fyrst í Krýsuvík eru þau öll í sama hólfinu fyrst um sinn, síðan er stóðinu skipt upp í reiðhesta og stóð.

Stóðinu er aldrei smalað um helgar í svokallaða Hvamma þar sem hnakkageymslurnar og sveltigerðið er (sjá kort) en reiðhestunum er oft smalað þangað um helgar og þá af þeim sem eru að ríða út.

Síðastliðin ár hefur viðvera nefndarmanna alltaf verið að minnka í Krýsuvík og hrossunum því minna smalað. Því höfum við prufað að vera með spjallgrúbbu á messenger með þeim sem eru að ríða þar út og hefur það reynst vel, við berum saman bækur okkar varðandi smalanir á reiðhestunum, hvenær á að smala og hvenær hrossunum verður svo aftur sleppt.

Öllum hrossunum er í raun bara smalað tvisvar sinnum saman, fyrst þegar við skiptum þeim í reiðhesta og stóð og svo aftur um haustið þegar allir klára að rífa undan og gefa hrossunum sínum inn ormalyf sem er mjög nauðsynlegt að allir geri.

Ef hagabeitendur þurfa sjálfir að nálgast hross sín þá er yfirleitt hægt að smala hrossunum í aðhaldsgerðið við þjóðveginn – svokallað Gunnólagerði, fer samt dálítið eftir því hvar stóðið er.