Reiðgötur

Á félagssvæði Sörla 

Reiðvegasvæði Sörla er með því besta á höfuðborgarsvæðinu. Skipta má reiðvegum í tvennt. Annarsvegar eru reiðleiðir sem Sörli hefur haft frumkvæði að því að láta gera og hinsvegar fjöldi vega og slóða sem nýtast sem skemmtilegar reiðleiðir.

Þeir reiðvegir sem Sörli hefur látið byggja upp eru:

  • Upplýst reiðleið milli Hlíðarþúfna og Sörlaskeiðs.

  • Tveir reiðhringir um Gráhelluhraun.

  • Reiðleið um Smyrlabúðahraun sem tengir Sörlasvæðið við reiðleiðir í Heiðmörk.

  • Reiðvegur að og meðfram Flóttamannaleið sem tengir inn á reiðvegakerfi annarra hestamannafélaga

Við reiðleiðirnar hefur Sörli látið setja upp áningastaði þar sem hestamenn geta bundið hesta sína á meðan áð er.  Nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir enn fleiri og spennandi reiðleiðum. 

Reiðveganefnd sinnir og sér um reiðgötumál Sörla

Kortasjá Landsambands Hestamanna

Landsamband Hestamanna hefur látið útbúa kort aðgengilegt á vefnum með fjölmörgum reiðleiðum:

https://www.map.is/lh/

Reiðgötur á félagssvæði Sörla
Reiðgötur á félagssvæði Sörla. Rautt núverandi reiðgötur. Grænt skipulagðar reiðgötur. (Okt. 2021)
Reiðgötur í  Upplandi Hafnarfjarðar (Hafnfirsku Ölpunum). Rautt núverandi reiðgötur. Grænt skipulagðar reiðgötur (Okt. 2021)
Reiðgötur í Hafnfirsku Ölpunum. Rautt núverandi reiðgötur. Grænt skipulagðar reiðgötur (Okt. 2021)