2020-07 Stjórnarfundur Sörla

 

Kvörtun

Kvörtun barst til félagsins vegna starfsemi Hraunhesta. Rætt um efni kvörtunarinnar og rætt um valdheimildir stjórnar til að hafa áhrif á rekstur einkaaðila á svæðinu. Ákveðið að fulltrúi stjórnar og framkvæmdastjóri óski eftir fundi með rekstraraðila Hraunhesta til að ræða málin.

Reiðhallarmál

Búið er að samþykkja samstarfssaming um bygginguna í bæjarstjórn, en aftur á móti á eftir að samþykkja erindisbréfið. Varðandi starfshóp þá eru 2 frá sörla, 2 frá meirihluta bæjarstjórnar og 1 frá minnihluta. Rætt var um hvernig væri best að ráða í starfshópinn og hugmyndir ræddar þess efnis. Formaður lýsti yfir því að hann óskaði eftir umboði stjórnar til að vera í hópnum.

Streymi frá Hafnarfjarðarmeistaramóti

OZ hefur ákveðið að streyma íþróttamóti Sörla. Þeir ætla að gera það að kostnaðarlausu. Mótið mun verða opið en með fjöldatakmörkunum í hvern flokk.

Málefni tengd framkvæmdastjóra

a) Sörlaferð – Rætt var hvort hægt væri að halda ferðina í ár á vegum félagsins. Vegna Covid-19 þarf að virða 2 metra regluna sem gæti reynst erfitt. Einnig spurning um gistirými og aðra aðstöðu. Á meðan 2 metra reglan er í gildi og miðað við gistimöguleikann, gæti þessi ferð reynst erfitt. Ákveðið hefur verið að bíða aðeins. Ferðinni yrði ekki aflýst strax heldur beðið nýrra tilkynninga yfirvalda.

b) Viðrunarhólf – Fundur var hjá viðrunarhólfarnefnd. Nýja hólfið verður gengið á morgun til að taka niður GPS hnit. Ýtustjóri verður fenginn til að búa til hringinn svo hægt sé að girða. Túninu við 400 hringin verður skipt niður í 12 hólf þannig að hólfum er fjölgað um helming. Þeir sem geta sótt um hólf eru skuldlausir félagsmenn og hesthúsaeigendur.

c) Íshestar – Þeir eru tilbúnir að leiga út hesthúsapláss fyrir Hafnarfjarðameistaramótið fyrir þá keppendur sem koma langt að.

d) Framhaldsaðalfundur – Ákveðið hefur verið að halda framhaldsaðalfund 26 maí.

e) Skjal frá starfhóp sem er að gera leiðara fyrir árangursverðlaun Sörla
- Enn er verið að vinna í leiðaranum. Stjórn telur mikilvægt að þessari vinnu ljúki sem fyrst.

f) Félagshús – 8 krakkar eru skráðir í félagshesthúsið sem rekið er með tapi eftir að hætta varð starfsemi vegna Covid-19. Ekki var við öðru að búast í þessu ástandi.

g) Æskulýðsnefnd – Búið er að kaupa 3 sett af kennslutækjum fyrir kennara og nemendur.

h) Undirbúningur s.s. vélar, tæki og vellir fyrir mótahald vorsins - Zetor bilaður, þarfnast viðgerðar. Búið er að laga slóðann og nýtt dekk komið undir dómpallinn. Valtarinn er á leiðinni. Búið er að kaupa nýjan mixer og hljóðnema í dómpallinn. Einnig er búið að mæla glugga fyrir gardínum á skrifstofu framkvæmdastjóra og í dómpallinn.

Önnur mál frá stjórnarmönnum

Kvörtun barst til stjórnar varðandi dónaskap í hestamönnum á sameiginlegum vegi.

Þorvaldur Kristjáns kom og tók út svæðið og spurði spurninga varðandi brautina þ.e.a.s. hvort við ætluðum að bæta í hana meira efni eftir að hún var hefluð. Atvinnumennirnir í félaginu segja allir að hún sé í góðu standi. Efnið sem er í brautinni verður ekki til fyrr en í haust að sögn efnissala. Brautin ætti því að vera í góðu lagi.

Formaður tók símafund með varaformanni Spretts og bæjarstjóra Garðabæjar varðandi lokun á reiðvegi milli félaganna. Fulltrúi frá Garðabæ, fulltrúi frá Spretti og fulltrúi frá Sörla munu skoða reiðveginn við flóttamannaleiðina til að athuga hvort hægt sé að finna lausn til að opna hana fyrir ríðandi umferð.

-

Fundi slitið kl. 22:10
Samþykkt, 
dags:  6. Mai 2020 
Fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson
Ásta Kara Sveinsdóttir