2020-08 Stjórnarfundur Sörla

Fundað í júní 

Reiðvegamál milli Spretts og Sörla

Rætt um stöðu mála. Starfshópur frá félögunum er í viðræðum við Garðabæ og Vegagerðina um að opna nýja leið. Vonast til þess að ný opnun komist til framkvæmda í haust.

Ráðning yfirþjálfara

Tilraunaverkefni stjórnar og framkvæmdastjóra varðandi skipulagðar æfingar barna og unglinga á vorönn fór vel af stað. Í byrjun var um að ræða um 30 börn en í vor var um 40 þátttakendur að ræða. Það var þó þannig að Covid-19 hafði áhrif á þetta starf eins og svo margt annað og því ekki hægt að hafa það með því sniði sem áætlað var í byrjun. Það er vilji stjórnar að halda áfram með verkefnið en til þess að það megi verða var ákveðið að láta verða að þeirri hugmynd að ráða yfirþjálfara til verksins. Stjórn og framkvæmdastjóri hafa sett sér það markmið að hafa að jafnaði a.m.k. 60 börn á skipulagðri fræðslu og æfingum á haust og vorönn.

Á fyrsta samráðsfundi reiðkennara, framkvæmdastjóra og stjórn Sörla kusu reiðkennararnir Hinrik Sigurðsson til að halda utan um verkefnið. Hann gerði það með miklum sóma þrátt fyrir erfiðar aðstæður og án forskriftar og var því ákveðið að fá hann áfram til samstarfs og útvíkka starfið þannig að yfirþjálfari létti á starfi framkvæmdastjóra og skipuleggi og haldi utan um fræðslustarf í samráði við framkvæmdastjóra, Fræðslunefnd, Æskulýðsnefnd, Kynbótanefnd, Friðdóru og Ástu Köru varðandi kennslu Knapamerkja og fl. í samræmi við þá tíma sem hægt er að nýta í litlu reiðhöllinni okkar. Yfirþjálfari sér um upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra, félagsmanna og foreldra.

Samningurinn er tímabundinn og verður endurskoðaður 15. júní á næsta ári. Í samstarfssamningi við Hinrik er skýrt tekið fram að allir menntaðir reiðkennarar og þjálfarar sem hafa þjálfararéttindi, eru félagsmenn Sörla og starfandi á Sörlasvæðinu og óska eftir að fá að kenna fái kennslu og jafnræðis verði gætt. Honum sjálfum eru tryggðir 10 nemendur auk bóklegrar kennslu fyrir sitt framlag. Hinrik er því ekki á launaskrá heldur er hann verktaki eins og aðrir reiðkennarar/þjálfarar.

Reiðhallarmál og lóðasölumál

Framkvæmdanefnd er um það bil að hefja vinnu sína og verður fyrsti fundur í þessari viku. Lóðir eru komnar á sölu og frést hefur að einhverjar fyrirspurnir hafi verið um þær.

Málefni tengd framkvæmdastjóra

  1. Félaghús – Nú hefur rekstri félagshús verið hætt þetta vorið og aðstöðunni hefur verið skilað. Stjórn er ánægð með framgang mála, þrátt fyrir erfiða vorönn, og er byrjuð að huga að næsta vetri. Skoða þarf hvar hægt er að fá aðstöðu fyrir þetta þarfa og skemmtilega verkefni.
  2. Beitarhólf kostnaður – Beitarhólfanefnd hefur hafið skipulagningu girðinga og framkvæmdastjóri ætlar að leita eftir hagstæðustu verðum með nefndinni. Sömuleiðis þarf að huga að rafmagni og hvernig það er gert á sem hagstæðastan hátt. Stjórn fól framkvæmdastjóra að fara yfir þessi mál með nefndinni og fagmönnum sem þurfa að koma að málinu.
  3. Reiðskólar – Samstarf Sörla við Íshesta og Reiðskólann Fáka og fjör er í góðum farvegi og búið er að aðstoða báða aðila við samstarf við bæinn um starfsfólk vinnuskólans. Fákar og fjör verða staðsettir í Hlíðarþúfum framan af sumri en fara síðan út á Álftanes þar sem að þau hafa starfað undanfarin ár.
  4. Kynbótasýningar – Kynbótasýningar stefna í að fara vel af stað og skráningar þó nokkrar þegar líða tekur á júní.
  5. Styrkumsókn – Sara Dís Snorradóttir sótti um fjárhagsstyrk vegna þátttöku sinnar í Afrekshópi LH. Stjórn samþykkti að veita henni styrk.
  6. Hringgerði – Félagsmaður óskaði eftir að fá að setja upp hringgerði við Sörlaskeið. Stjórn telur jákvætt að gerði komi upp á fyrirhuguðum stað en getur ekki sjálf kostað verkefnið. Er tilbúin til að aðstoða í samskiptum við bæjaryfirvöld ef þarf til að fá að setja gerðið upp. Stjórnin teldi best að aðilar á svæðinu kostuðu uppsetninguna. Rætt um að Hlíðarþúfufélagið sér sjálft um að koma upp reiðgerðum á neðra svæðinu og ekki þykir rétt að félagið kosti því gerði í efri byggð til að gæta fulls jafnræðis félagsmanna. Verkefnið hins vegar mjög gott.
Fundi slitið kl. 22:00
Samþykkt,
dags: 6. júní 2020
Fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson