2020-09 Stjórnarfundur Sörla

Septemberfundur Stjórnar 

Starfsmannamál Sörla

Farið yfir starfsmannamál m.a í tengslum við aukna starfsemi hestamannafélagsins yfir árið og fl. Rætt hvort þörf væri á fleiri starfsmönnum, skuldbindingar félagsins gagnvart starfsmönnum og fleira.

Staða reiðhallarmála

Farið yfir stöðu samstarfs hestamannafélagsins og Hafnarfjarðarbæjar er varðar framkvæmd byggingar reiðhallar á Sörlasvæðinu. Formaður upplýsir að næsta skref verði að setja verkefnið í útboðsferli sem vænta megi að verði á næstu dögum.

LH þing í Reykjavík

Þingfulltrúar, kjörbréf og óskir um að sækja þingið f.h. Sörla.
Fjallað um LH þing sem er á dagskrá í október í Reykjavík og óskir félagsmanna og stjórnarmanna um þingfulltrúa

Vetrarstarfið í Sörla

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðuna

Æfingar og námskeið.

Framkvæmdarstjóri upplýsti að æfingar og námskeið væru að hefjast og fór yfir áætlun vetrarins hvað þetta varðar.

Knapamerkin hugsanlegar breytingar.

Framkæmdarstjóri og formaður sögðu frá því að ekki liggi fyrir hver muni kenna knapamerki í vetur. Farið yfir að vegna aukinna umsvifa t.a.m. vegna reiðmennskuæfinga barna og ungmenna og að hinn almenni félagsmaður þurfi að hafa aðgengi að reiðhöllinni, hafi þurft að skipuleggja vel nýtingu reiðhallarinnar og hafi þeir tímar sem hafi verið lagðir til fyrir kennslu knapamerkja ekki hentað fyrir reiðkennara sem hefur sinnt kennslu um árabil við góðan orðstýr. Stjórnarmenn voru sammála um að mikilvægt væri að leysa málið farsællega og að knapamerkin yrðu áfram kennd hjá Sörla.

Staða og hlutverk yfirþjálfara

Verkefni yfirþjálfara rædd og að hann hefði milliliðalaust samband við reiðkennara um skipulag vetrarstarfsins.

Aðalfundur Sörla - Undirbúningur

Hverjir hyggja á áframhaldandi starf.
Rætt að boða eigi til aðalfundar sem er áætlaður í lok september í samræmi við lög félagsins. Rætt hverjir gefa áfram kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og að auglýst verði eftir framboðum.

Nefndir og mönnum nefnda

Óskir um að taka þátt og áframhaldandi seta í nefndum.
Fjallað um nefndir og mönnun nefnda fyrir komandi vetrarstarf.

Stutt yfirlit frá gjaldkera um fjárhagsstöðu félagsins

Gjaldkeri fór yfir fjárhagsstöðu félagsins og kvað hana vera með ágætum. Bæði gjöld og tekjur félagsins hafa verið minni síðastliðna mánuði sem rekja má til ástandsins vegna Covid sem hafa leitt til minni umsvifa félagsins.

Frá framkvæmdastjóra

Framkvæmdarstjóri fjallaði stuttlega um eftirfarandi:
  • Aðeins um vorið og haustið – þ.e. umhirðu valla, vega og fleira.
  • Uppgjör nefnda – framkvæmdarstjóri fór yfir að uppgjör flestra nefnda lægi fyrir en hún yrði í sambandi við þær nefndir sem enn eiga eftir að ganga frá lausum endum.
  • Áætlanagerð – fjallað um beiðn Hafnarfjarðarbæjar um áætlanagerð.
  • Reiðvegafé – fjallað um áætlanagerð reiðveiganefndar og fjármuni sem nota á til þess.
  • Securitas kerfi – Rætt að securitast kerfi virkar ekki sem skyldi inni í skemmu og í hesthúsinu. Farið yfir mögulegar leiðir til lausnar.
  • Beinabrautin og ljósastaurar – Talað um að það þurfi að fá efni í beinu brautina í haust og að Framkvæmdastjóri ætlar að vera í samtali við bæinn vegna hugsanlegrar færslu ljósastaura við enda brautar og að e.t.v. þurfi að laga endann á brautinni við lok hennar í norður enda.
  • Erindi frá félagsmanni – fjallað um erindi sem barst frá félagsmanni er varðar uppbyggingu á efra svæði félagsins.
  • Villikattafélagið – rætt að Villikattafélagið hafi keypt hesthús í Hlíðarþúfum sem nýta á fyrir starfsemi félagsins. Rætt um áhyggjur félagsmanna af því að þessi starfsemi kæmi á félagssvæðið og hvort það samrýmdist þeirri starfsemi sem er á svæði og svæðið er skipulagt fyrir. Farið yfir að samkvæmt lóðarleigusamningum Hafnarfjarðarbæjar við eigendur hesthúsa á Sörlasvæðinu sé notkun fasteignanna takmörkuð við hýsingu hrossa og því sem þeim fylgir. Formaður mun eiga samtal við fyrirsvarsmenn Villikattafélagsins en talið að erindið heyri undir Hafnarfjarðarbæ.
Ekki voru rædd önnur mál.