LH þing í Reykjavík – Fundur með þingfulltrúum Sörla
Fyrir liggur að LH þingi hafi verið frestað fram til nóvember loka. Rætt að líklega verði þingið rafrænt í ljósi aðstæðna. Ákveðið að boða þingfulltrúa Sörla til fundar þegar nær dregur.
Skipulag í upplandi Hafnarfjarðar – Reiðveganefnd og stjórn Sörla – innsending tillagna
Formaður fór yfir mikilvægi þess að fara yfir skipulag í upplandi Hafnarfjarðar og að settar verði fram tillögur af hálfu Sörla í tengslum við skipulagið. Ákveðið að ræða við reiðveganefndarmenn í þessu sambandi.
COVID 19 ráðstafanir á næstunni og mögulegar breytingar.
Ákveðið að tilkynna um að starf falli niður í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda, þ.e. til 19. október nk.
Frá framkvæmdastjóra
Vetrardagskrá
Rætt um vetrardagskránna sem liggur að mestu leyti fyrir en vegna ráðstafana vegna Covid, gæti dagskráin riðlast eitthvað til og taka verður mið af því við skipulag vetrarins.
Staða á nefndum
Farið yfir mönnun nefnda og að einhverjar mannabreytingar liggi fyrir.