2020-11 Stjórnarfundur Sörla

 

Skipulagsmál og reiðstígur. Framhald málsins af hálfu stjórnar:

Framkvæmdarstjóri hefur upplýst stjórn að fyrirhugað er að hefja framkvæmd við göngustíg við reiðstíg á Sörlasvæðinu á mánudag 16.11.2020. Formaður fer yfir að hann hafi reynt að fá fund með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar vegna málsins sem hafa í engu svarað þeirri fyrirspurn, þrátt fyrir ítrekanir þar um. Aðeins einn bæjarstjórnarmeðlimur hafi sýnt formanni þá virðingu að svara erindinu en þó hafi ekki verið boðað til fundar. Stjórn fór yfir möguleika í stöðinni og ákveðið að kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála.

Landsþing – fulltrúar og hugmyndir um aðila í stjórn LH:

Stjórn ræðir um mögulega kandídata úr röðum hestamanna fyrir stjórn LH.

Farið yfir fund sem haldinn var með formönnum hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu:

Formaður fer yfir að góð mæting hafi verið á fundinum og að boðið hafi verið upp á prýðis veitingar. Á fundinum var ákveðið að formenn myndu hafa reglulega fundi á tveggja vikna fresti. Rætt var um sameiginlega hagsmuni hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsvísu. Farið yfir stöðuna m.a. er varðar ágang almennings á reiðstígum á höfuðborgarsvæðinu og viðbrögð við því og annað tengt því.

Frá framkvæmdastjóra:

Dagskrá vetrarins: Framkvæmdarstjóri fer yfir óvissu um dagskrá vetrarins í ljósi stöðunnar vegna aðgerða stjórnvalda í tengslum við Covid. Farið yfir að fyrirvari verður að vera á dagskrá vetrarins um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid.

Sala á teppum, ábreiðum og úlpum: Framkvæmdarstjóri kynnir að kannað hafi verið möguleika og verð á að selja merkt ullarteppi og ábreiður og fyrir liggi áætlað verð vegna þess. Að sama skapi hafi verið leitað til Líflands um að fá tilboð um merktar vetrarúlpur til sölu fyrir félagsmenn. Verður nánar kynnt fyrir stjórna þegar kynningarvörur berast.

Skógræktarlundur: Framkvæmdarstjóri og formaður ræða og kynna tillögur þeirra um skógræktarlund á vegum Sörla í upplandinu. Ákveðið að skoða nánar.

Lýsing á reiðvegum: Rætt um að nauðsynlegt sé að fá meiri lýsingu á æfingasvæðið, m.a. á tenginguna fyrir aftan keppnisvellina. Mikilvægt að reiðveganefnd og stjórn beiti sér fyrir því að lýsing á svæðinu verði bætt.

Árshátíð/uppskeruhátíð/Verðlaunahátíð: Farið yfir að ljóst er að ekki verður unnt að halda neitt af framangreindu með hefðbundnu sniði þar sem samkomutakmarkanir eru í gildi að óbreyttu í náinni framtíð. Þá er er rætt að stjórn þurfi að ákveða hvaða reglur skuli gildi um verðlaunaafhendingar. Nefnd sem skipuð var til að setja nýjar reglur um verðlaun vegna frammistöðu Sörlafélaga í keppnum hafi ekki skilað af sér niðurstöðum enn sem komið er. Stjórn og framkvæmdarstjóri binda vonir við að mögulegt verði að halda árshátíð/uppskeruhátíð/verðlaunahátíð með vorinu.

Styrkur – aðgerðir stjórnvalda fyrir íþróttastarfið í landinu: Framkvæmdarstjóri fær samþykki stjórnar fyrir umsókn.

Tryggingamál: Farið yfir erindi frá LH þar sem kynnt var að TRYGGJA bjóði upp á barnatryggingar m.a. í leik og starfi, þ.m.t. við hestamennsku, hvar sem er í heiminum.

Ekki meira rætt og fundi slitið.