2021-02 Stjórnarfundur Sörla

 

Farið yfir þróun mála varðandi hönnun reiðhallar

Ýmsar tillögur hönnuða eru athyglisverðar.

Formaður fer yfir stöðuna á reiðhallarmálinu og lýsir m.a. áhugverðum tillögum hönnuða sem hafa komið fram. Hugmyndir hönnuða taka til þess að færa áhorfendastúku reiðhallar austan megin í húsið. Byggja stúkuna og austurvegg á jarðvegsmön til að spara kostnað. Breyting verður þar með á skeiðleið í gegnum höllina. Margt fæst við þetta, t.d. áhorfendabrekka er færð að austurhlið hússins að utan. Meira flæði verður milli hallar og útisvæðis sem skapar frábæra aðstöðu við allt sýningahald. Stjórn lýst vel á þessar tillögur og vill að unnið verði með þær áfram.

Mót framundan, staða á undirbúningi og öðru

Rætt um Íslandsmót barna og unglinga sem verður haldið hjá Sörla um miðjan júlí. Formaður fer yfir stöðu mála varðandi undirbúning og aðkomu að mótinu sem Hafnafjarðarbær hefur samþykkt. Í fyrsta lagi er um að ræða launuð stöðugildi vegna undirbúnings og starfa unglinga við fegrun og síðan ráðningu eins verkefnastjóra, sem Hafnafjarðarbær kostar. Og hins vegar aðstoð við verklegar framkvæmdir vegna mótsins frá viðeigandi deildum bæjarins.

Erindi frá mótanefnd (einum aðila) til formanns

Ósk um fund að afloknu íþróttamóti til að fara yfir hluti.

Farið yfir erindi sem formanni barst frá fulltrúa í mótanefnd. Fjallað um að mótanefnd starfi sjálfstætt og á heiðurinn af því frábæra starfi sem hún hefur unnið. Lögð áhersla á að mótanefndin haldi mótin en þau hafi að sjálfsögðu stuðning frá stjórn og framkvæmdarstjóra. Ákveðið að verða við beiðni um fund með mótanefnd að loknu Hafnarfjarðarmeistarmótinu.

Frá framkvæmdastjóra

Framkvæmdarstjóri segir frá erindi sem barst frá ristjóra Fjarðarfrétta um sumarblað og boð um að Sörli fái umfjöllun í blaðinu. Stjórn tekur erindinu fagnandi og samþykkir einróma að koma á framfæri umfjöllun um félagsstarfið í sumarblaðið.

Framkvæmdarstjóri segir frá samtali við fulltrúa skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að Sörli fá skógræktarlund til ræktunar. Stjórn og framkvæmdarstjóri fjalla nánar um útfærslu á verkefninu, staðsetningu og nýtingu fyrir félagsmenn.

Framkvæmdarstjóri upplýsir að seldar verða merktar Zo-on úlpur á næstu dögum, þ.e. á Hafnarfjarðarmeistarmótinu. Ekki til í öllum stærðum en það sem er til verður til sölu. Þá mun Zo-on gefa gjafir á mótinu fyrir árangur í unglinga- og ungmennflokki.

Framkvæmdarstjóri fer yfir samskipti við Hafnarfjarðarbæ vegna fjármuna sem sveitarfélagið hafi lofað til reiðvegauppbygginga.

Önnur mál

Rætt um sáttmála um gagnkvæma virðingu og hegðun mismunandi útivistarhópa og að sama skapi að hestamenn hafi sérstakt æfingasvæði fyrir sig þar sem ekki er gert ráð fyrir umferð annara.


Stuttlega farið yfir reynsluna af því að hafa yfirkennara sem hefur starfað fyrir félagið í um ár. Rætt að upphaflega hafi verið þetta hugsað sem tilraunaverkefni til eins árs. Að mati stjórnar hefur allt æfinga og námskeiðastarf gengið afskaplega vel fyrir sig undir stjórn yfirkennara. Stjórnarmenn vilja eindregið halda áfram að hafa yfirþjálfara að störfum hjá félaginu. Rætt um að auglýsa stöðuna.
Fundi slitið kl. 22:30.