2021-03 Stjórnarfundur Sörla

 

Staða á undirbúningi Íslandsmóts barna og unglinga

Farið yfir þau atriði sem snúa að aðkomu Hafnafjarðarbæjar í undirbúningi kom svar frá þeim varðandi ráðningu starfsfólks bæði verkefnastjóra og þrjá aðra og er framkvæmdarstjóri Sörla þegar búin að auglýsa eftir. Hafnarfjarðarbær leggur til allan kostnað við þessa strarfsmenn laun og launatengd gjöld.

Meðal framkvæmda sem fyrirhugaðar eru fyrir Íslandsmót er að bæta efni á bílastæði og fá meira efni af núverandi gerð á beinu braut og laga þar báða brautarenda útbúa aflíðandi beygjur. Unnið í samstarfi við Hafnafjarðarbæ með aðstoð og stuðningi bæjarins.

Framkvæmd reiðhöll - Staða

Búið hanna drög að nýrri reiðhöll og verða þau uppfærð í lok vikunar af hönnuðum. Þegar frumhönnun liggur fyrir fer hún til umfjöllunar hjá framkvæmdahóp um byggingu reiðhallar sem veitir umsögn og samþykki áður en lokahönnun er kláruð og gögn útbúin fyrir útboð.

Staða yfirþjálfara Sörla

Ákeðið var að auglýsa stöðuna þar sem samkvæmt samningi var Hinrik Sigurðsson ráðin til starfa í eitt ár í tilraunaverkefni, sem gengið hefur vel. Auglýsing verður send út í næstu viku.

Reiðskólar sumar 2021

Við verðum í samstarfi við Íshesta og Fáka og fjör eins og síðastliðin ár. Undirbuningur gengur vel og mikil skráning á námskeiðin í báðum skólunum.

Félagshesthús

Starfsemi húsins lauk um síðustu helgi og samþykkti stjórn Sörla að ganga til. Samninga við Íshesta um tveggja ára leigusamning á aðstöðu undir starfsemina.

Reiðvegir

Farið var yfir stöðu varðandi loforð Hafnarfjarðarbæjar um að leggja 10 miljónir í viðhald á reiðvegum á svæðinu sem eru komnir á þolmörkum víða, beðið er eftir lokasvari þar. Rætt um nýjan reiðveg yfir í Sprett og liggur fyrir samkomulag við Gólfklúbbinn Odd um að vegurinn fari austan við svæði þeirra. Einhverjar tafir hafa verið á svörum frá Bæjarstjórn Garðabæjar og mun stjórn Sörla óska eftir fundi sem allra fyrst til að koma málinu í höfn.

Viðrunarhólf

Vinna við nýja viðrunarhólfið stendur yfir hjá viðrunarhólfanefnd. Verið að setja niður síðustu staurana og fyrirhugaðar framkvæmdir við að koma vatni á svæðið eru í undirbúningi. Þá á eftir að setja niður minni staura og leggja rafmagnsvírinn. Einnig þarf að koma rafmagni á svæðið. Framkvæmdastjóri er áfram í samstarfi við nefndina og vinnur með henni.

Önnur mál

Stjórnin endaði fund með að fara og skoða reit sem félagið hefur fengið til úthlutunar frá Skóræktinni. Fallegur staður sem gaman verður að planta í og stoppa við af hestamönnum.