2021-14 Stjórnarfundur Sörla

 

1. Frá formanni.

Reiðhallarmál
Formaður upplýsir um stöðu reiðhallarmála. Formaður átti samtal við formann bæjarráðs um stöðu mála í liðinni viku. Fram kom að útboð vegna tilboða í lokahönnun verði auglýst innan fárra vikna.

2. Frá framkvæmdastjóra:

Sörlavefur
Framkvæmdarstjóri upplýsir um stöðu á uppfærðri vefsíðu félagsins. Vinnan gengur vel og er áætlað að nýr vefur verði kominn í loftið þann 21. febrúar nk.

Happdrætti
Happadrættið hefur verið ein helsta fjáröflun félagsins. Þrátt fyrir aðstæður í samfélaginu og að ólíklegt sé að unnt verði að hafa skírdagskaffi í ár, þar sem vanin er að sala happadrættismiða fari fram, verði hið árlega happadrætti Sörla eigi að fara fram í ár. Samþykkt að setja vinnu við happadrætti, afla vinninga og þ.h. af stað sem allra fyrst.

Félagsgjöld – félagsmenn
Félagssgjöldin eru helsta tekjulind félagsins og því mikilvægt að innheimta þeirra fari fram svo unnt sé að tryggja rekstrargrundvöll. Í lögum félagsins er kveðið á um að aðalfundur skuli ákveða félagsgjöld næsta árs. Þar sem  sóttvarnarráðstafanir og aðstæður í samfélaginu vegna Covid 19 hafa ekki gert félaginu kleift að halda aðalfund enn, samþykkir stjórn að félagsgjöld skuli vera óbreytt fyrir árið 2021. Stjórn mun leggja til við aðalfund þegar hann verður haldinn að félagsgjöld verði óbreytt og sé innheimta því sett af stað í trausti þess að aðalfundur samþykki það óbreytt. Innheimta félagssgjalda verður því sett af stað á næstu dögum.

Reiðhallargólf:
Framkvæmdarstjóri upplýsir að unnið sé að því að fá tilboð í verkefnið. Stjórn ræðir einnig tímasetningar fyrir verkefnið enda ljóst að aðgengi að reiðhöllinni verði takmarkað meðan sú vinna fer fram. Hins vegar sé ljóst að verkið sé nauðsynlegt til að tryggja öryggi hesta og manna í höllinni.

Folaldasýning
Rætt um að því miður þurfi að fresta folaldasýningunni um tíma vegna sóttvarnaráðstafana.

Félagshús – staðan
Framkvæmdarstjóri upplýsir um góða stöðu í félagshúsinu þar sem hátt í 20 börn og unglingar stunda hestumennsku af kappi. Stjórn ákveður að bjóða börnum og unglingum í félagshúsinu að sitja bóklegar kennslustundir sem eru hluti af reiðmennskuæfingum barna og unglinga, án endurgjalds.

Sérmerktar húfur
Þá liggur fyrir að Sörli ætlar í samstarfi við Zo-on að gera merktar húfur fyrir börn og unglinga sem eru í félagshúsi, á reiðmennskuæfingum og í hæfileikamótun LH sem þau fá án endurgjalds.

Ekki meira rætt.
Fundi slitið kl. 23:00.