2021-15 Stjórnarfundur Sörla

 

Sendir voru reikningar vegna félagsgjalda

Aðalfundur

  • Stjórn verið upplýst um tvö framboð til stjórnar.

  • Verið er að klára frágang ársreiknings fyrir aðalfund.

  • Stjórn vonar að ekki verði öllu skellt í lás og hægt verði að halda aðalfund. Ef svo verður, verður hægt að athuga hvort væri möguleiki að streyma fundinum.

Auglýsing tilboða í hönnun reiðhallar - Staða málsins

Núna er hönnun reiðhallar komin í auglýsingu. Fólk hefur til 30 mars. að bjóða tilboð í lokahönnun.

Rætt um tilboðsgerð og kröfur, umræður um mögulega skilgreiningu á löglegum keppnisvelli innanhúss. Hvort mögulega þurfti að bregðast við því í hönnunarferlinu eða ekki.

Happdrætti

Núna þurfa stjórnarmeðlimir og framkvæmdastjóri að fara á fullt að leita af vinningum fyrir hið árlega happdrætti Sörla. Framkvæmdastjóri sér um utanumhald vinninga og lætur vinna auglýsingar ofl.

Frá framkvæmdastjóra

Reiðhallargólf

Kostnaðaráætlun og framkvæmdatími – leki í lofti

Komin er hugmynd af gólfefni sem setja ætti í höllina. Efnið er unnið af brettavinnslunni í Hveragerði. Óskað verður eftir sambærilegu tilboði hjá Furuflís.

Gólfið í höllinni verður tekið í gegn 28. 29 og 30. mars. Framkvæmdin mun kosta um það bil 2.5 miljónir.

Íslandsmót barna og unglinga – framkvæmdanefnd

Búið er að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í framkvæmdanefnd mótsins.

Kynbótasýningar – framkvæmd

Bætt verður efni á brautina í vor, búið er að ræða við verktaka sem mun sjá um það.

Búið er að semja um verð við RML um fæði ofl. fyrir dómar.

Mót - styrkir

Ekki gengur nægilega vel að fá styrki fyrir mót hjá félaginu. Stjórn vill hjálpa mótanefnd að sækja um styrki. Rætt um hver talar við hvern.

Lýsing á reiðvegum

Stjórn þarf að vinna í því að senda erindi að bæta þurfi lýsingu á svæðinu. Helst þyrfti lýsingu á kafla milli stóra og litla hrings.

Kerrusvæði

Helst þyrfti að stækka kerrustæðið, þar sem það er of lítið.

Senda þyrfti erindi á bæinn varðandi lokanir í hverfinu. Vegna hraðaaksturs getur verið hættulegt hversu hratt sumir keyra í gegnum hverfið. Vegna öryggis leggur stjórn til tvær lokanir á svæðinu. Kynna á tillögu stjórnar fyrir eigendum húsa við götuna áður en erindið er sent Hafnafjarðarbæ.

Zetor

Zetorinn er komin til ára sinna, algjört aðstöðuleysi hjá okkur til að sjá um lágmarksviðhald á vélinni sem er bagalegt.

Önnur mál

Fundi slitið, 9 mars 2021

Kl 22:10