1. Undirbúningur fyrir aðalfund
Rætt um hluta-ársreikning félagsins og farið yfir rekstur félagsins sem hefur gengið ágætlega síðastliðið ár. Þá fór formaður yfir samskipti formanns við forvarnar- og æskulýðsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar vegna samtals um að fá starfsmann í 60% hlutastarf og framlag sveitarfélagsins til þess. Stjórn og framkvæmdarstjóri eru nokkuð bjartsýn á að þetta verði samþykkt enda hefur starfsemi félagsins aukist umtalsvert m.a. með tilkomu félagshúss.
Einnig fjallað um hvort stjórnarmenn gæfu áfram kost á sér í stjórn og þá hvort að einhverjir félagsmenn hafi lýst yfir áhuga að taka sæti í stjórn. Formaður og stjórnarmenn gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu.
2. Reiðhallarmál
Formaður fer yfir samskipti við bæjarfulltrúa og starfmenn bæjarins er varðar framkvæmdir við byggingu reiðhallar hjá Sörla. Fyrir liggur drög að framkvæmdaráætlun starfshóps um byggingu reiðhallarinnar sem áætlað að verði lögð fyrir bæjarráð á fundi fimmtudaginn 5. október 2022.
3. Frá framkvæmdastjóra
a. Skápar í félagshús
Framkvæmdarstjóri kynnir hugmynd um skápa svo að þeir sem eru í félagshúsinu hafi hver sinn skáp til að geta geymt persónulega muni. Stjórn samþykkir samhljóma að framkvæmdarstjóri skoði þetta nánar og finn hagkvæma og skynsamlega lausn.
b. Efni í keppnisvellina
Framkvæmdarstjóri fer yfir að það þurfi að bæta efni í keppnis- og æfingavellina. Stjórn samþykkir það samhljóma.
c. Fundur meðeigenda
Fundur með meðeiganda félagshúss þriðjudaginn 18. október nk. kl. 12: Framkvæmdarstjóri og a.m.k einn stjórnarmaður verður á þessum fundi. Dagskrá fundarins er aðallega að ræða og ákveða umhirðu og viðhald á sameiginlegri reiðskemmu í húsinu.
d. Nefndargrill
Er ákveðið þann 14.október 2022
4. Gróðursetning og vígsla Sörlalundar
Ákveðið að stjórn og velunnarar taki upp græðlinga við skógarhringinn fimmtudaginn 6. október frá kl. 17 til kl. 19.
Stefnt að gróðursetningu og vígslu þriðjudaginn 18. október nk. þó með fyrirvara um að veður verði sæmilegt þann dag.
5. Önnur mál
Formaður fer yfir samtöl við styrktaraðila. Ekki liggja enn fyrir nýjir samningar en vonandi liggja fyrir upplýsingar um það á allra næstu dögum.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19.